Færsluflokkur: Bloggar

Islam, Gyðingdómur og kristin trú

Í trúarbragðafræði var ég að gera verkefni um islam, gyðingdóm og kristna trú. Ég byrjaði á því að fara inn á trúabragðavefinn og lesa um trúarbrögðin. Eftir það fór ég í Word og byrjaði að skrifa hvað væri sameiginlegt með trúarbrögðin og svo skrifaði ég hvað var ólíkt með þau. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt verkefni :D

 

 


Miklarif

Í náttúrufræði var ég að gera verkefni sem heitir Undur náttúrunnar. Það var dregið hvað maður fékk og ég fékk Miklarif. Fyrst fékk ég blöð með upplýsingum um Miklarif. Ég fékk síðan blað með kössum sem að ég átti að skrifa upplýsingarnar inn í. Þegar að ég var búin að skrifa allar upplýsingarnar á blaðið fórum ég í tölvur og skrifuðum þær þar. Svo valdi ég hvað ég vildi segja því ég átti að kynna Miklarif fyrir bekkjarfélögum mínum og hvað við vildum setja inná glærurnar mína. Næst gerði ég allt flott og þá er það tilbúið! Smile

 

ABBA

í tónment áttum við að velja okkur söngvara eða hljómsveit til að skrifa ritgerð um sem urðu fræg fyrir 1990. Ég og Karen unnum saman og ákváðum að skrifa um ABBA. Hérna er verkefnið okkar :D

 

 


En dag i mit liv

Í Dönsku höfum við verið að skrifa um dag úr lífi okkar. Fyrst áttum við að skrifa daginn á blað og síðan fór Helga yfir. Dagurinn átti að vera minnsta kosti 17 línur. Síðan fórum við og hreinskrifuðum við í tölvum í forritinu Word. Eftir það fórum við inn á Box.net og vistuðum wordskjalið. Síðan fórum vð inn á bloggsíðurnar okkar og blogguðum um þetta

hér er verkefnið mitt :D

 

 


Leyndarmál

 Leyndarmál er eftir rithöfundinn Jacqueline Wilson og Nick Sharratt myndskreytti.

 Bókin er um tvær stelpur sem heita Perla og Indía. Indía býr í mjög ríku hverfi og á mjög ríka foreldra, Mamma hennar er heimsfrægur fatahönnuður og pabbi hennar er lögfræðingur. Á sama tíma þurfti Perla að fara að heiman til ömmu sinnar af því að fósturpabbi hennar lamdi hana.

Einn daginn þegar Indía er að labba í gegnum Latimer hverfið hittir hún Perlu og þær verða bestu vinkonur.Allt í einu hringir fósturpabbi Perlu og segist ætla að koma að ná í hana og fara með hana heim. Þá ákveður Perla að fara heim til Indíu og fela sig uppi á háaloftinu heima hjá henni. Þar sem að Indía er mjög hrifin af Önnu Frank finnst henni þetta vera mjög spennandi en Perla er ekki jafn spennt fyrir þessu. Á endanum fer lögreglan að leita að henni og fyrr en varir eru komnar fullt af kjaftasögum að henni hafi verið rænt og hún drepin.

Mér fannst þessi bók mjög skemmtileg, sérstaklega af því að hún er skrifuð þannig að það er eins og að stelpurnar séu að skrifa í dagbók og líka af því að persónurnar í bókinni eru svo skemmtilegar. Bókin er einnig mjög spennandi af því að maður veit aldrei hvað gerist næst

Ég gef bókinni 5 stjörnur af 5


Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson er eitt frægasta ljóðskáld Íslands. Hann fæddist á Gröf í Höfðarströnd 1614.

Hann var giftur Guðríði Símonardóttir sem var ein af þeim sem voru rænt í Tyrkjaráninu. Hann átti 3 börn. Þau hétur Eyjólfur, Steinunn og Guðmundur. Steinunn dó mjög ung og samdi Hallgrímur þá mjög hjartnæmt ljóð sem er oft sungið í jarðaförum.

Mér fannst mjög gaman að vinna þetta verkefni, sérstaklega að því að við vorum að vinna þetta í tölvu sem að mér finnst mjög gaman :)

 

 

 


Tyrkjaránið


Reykir 2011

Happy14.-18. nóvember fór ég og árgangurinn minn á Reyki. Við lögðum á stað um 9 leytið. Þegar við vorum komin fórum við beint í hádegismat. Við vorum með Giljaskóla sem er á Akureyri. Ég og árgangurinn minn gistum í Grund. Strákarnir voru á efri hæðinni og stelpurnar á neðri.

Öllum var skipt í 3 hópa og fór hver hópur í hvert fag. Fyrsta daginn fór ég fyrst í íþróttir. Í íþróttum vorum við bara í leikjum, Við fórum í einn leik sem var eiginlega alveg eins og Doogeball nema til að frelsa þá sem voru dauðir þurfti maður að hitta með boltanum ofaní körfuna hjá hinu liðinu. Svo áttu allir að fara í sund eftir íþróttir.

Næsta dag fór ég og hópurinn minn á Byggðarsafnið. Þar áttum við að skoða safnið og síðan fórum við í leiki.  Einn leikurinn var þannig að maður átti að setjast á gólfið og lyfta hægri fótinum og fara með vinstri höndina undir hann og grípa í vinstra eyrað og svo setja hægri höndina aftan á buxurnar og reyna að standa upp. Síðan fengum við að smakka hákarl Sick

Síðan fór ég og hópurinn minn í náttúrufræði. Þar voru okkur skipt í hópa og var hver hópur með eina fötu og átti að fara niðrí fjöru og tína skeljar og voru margir með bláskeljar með kræklingi inn í. Síðan áttum við að fara með fötuna upp í stofu og þar voru við með smásjá og vorum að skoða hlutina sem að við höfðum tínt. Það sem að mér fannst áhugaverðast var hvað kræklingurinn var ógeðslegur í smásjáni.

Næsta dag fórum við svo aftur í íþróttir og þar vorum við eiginlega bara að gera það nákvæmlega sama Smile

Svo fórum við í Stöðvaleik. Þar var verið að tala um karl og konu sem voru hálshöggvin á Íslandi sem gerðist rétt hjá Reykjum og svo kom kennarinn með eftirlíkingu af öxinni sem var notuð til þess að drepa karlinn og konuna og þá fengum við að taka mynd af okkur með henni. Svo fór hann með okkur í stuttan göngutúr um svæðið. Það sem að mér fannst vera áhugaverðast var að fólkið sem átti að hálshöggva þurfti að bíða í 2 ár af því að það þurfti að sérsmíða öxina.

Svo á fimmtudeginum var seinasti tíminn. Þá fór ég í Undraheim auranna. Þar var sami kennarinn og kenndi okkur í náttúrufræði. Hann var að fræða okkur um lán og hvermnig kredidkort og debetkort virkuðu. Svo fengum við spil þar sem að átti að vera einn bankastjóri og allir byrjuðu með 10 þúsund og maður átti að draga spjald. Maður gat fengið spjald þar sem að maður átti að gera einhvern ákveðin hlut eins og t.d. að hlaupa hringin í kringum húsið eða hoppa í eina mínútu og þá fékk maður pening eða þar sem að maður átti að borga pening. Það sem að mér fannst áhugaverðast var hvað sumir voru heppnir á meðan aðrir voru ótrúlega óheppnir Grin

Mér fannst ótrúlega gaman og ég væri pottþétt til í að fara aftur! Þetta var án efa ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í með skólanum. Svo var líka ótrúlega gaman að kynnast öðrum krökkum og svo voru tímarnir líka skemmtilegir Happy

 

 

 


Anne Frank

In Enghlis i was making a video that was about Anne Frank, i started finding picture on the internet for the video. When that was done i put all the picture in Photo Story and stardet riding some sentences about evry picture.When that was done i spoke in to the video and put it on youtube and here it is :D

 

 

 

 

 


Staðreyndir um Evrópu

. Fyrst fengum við blað og við áttum að svara öllum spurningunum á það. Svo fórum við í tölvur og skrifuðum allt niður. Mér fannst þetta vera mjög skemmtilegt og ég lærði fullt af nýjum hlutum og ég væri til í að gera svona aftur Grin

hérna eru staðreyndirnar mínar Smile

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband