Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2011 | 14:28
Austur-Evrópa
Hér eru glærukynningin mín sem ég gerði í Power point. Hún er um áina Volgu, Sankti Pétursborg, Sígauna, Úralfjöll og Drakúlu Greifa.
hér eru glærurnar mínar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2011 | 12:56
Plöntugreining í náttúrufræði
Fyrst fórum við út og áttum að finna plöntu. Þegar að við vorum búin að finna plöntu fórum við inn og byrjuðum að greina plöntuna og svo pressa hana. Bókin sem að við notuðum til að greina plöntuna hét Flóra Ísland. Þegar að við vorum búin að hreinskrifa um plöntuna í bókina þá límdum við plöntuna og fórum svo út og fundum aðra plöntu. Við áttum að minnsta kosti vera með 3 plöntur. Plöntunar sem að ég var með hétu Beitilyng, Augnfró og Vallhumall. Það sem að ég lærði nýtt var t.d. hvað plönturnar hétu og af hverju blómið er litríkt og fullt fleira. Mér gekk mjög vel í þessu verkefni af því að mér fannst það svo gaman og ég var mjög áhugasöm
Beitilyng Augnfró
Vallhumall
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2011 | 09:24
Enska
í ensku þá áttum við að gera Photo Story kynningu um okkur. Fyrst áttum við að skrifa um okkur á ensku í enskubókina okkar og svo áttum við að fara í tölvur og finna myndir sem myndu passa við. Þegar að við vorum búin að því áttum við að raða þeim og gera þetta allt flott inn á Photo Story.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 15:08
Hvalir
Hvalir eru spendýr með heitu blóði, Karldýrið kallast tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur. Hvali er að finna um öll heimsins höf. Stærsti hvalurinn er steypireyður, hann getur orðið um 30 metrar á lengd en minnsti hvalurinn hér við land er hnísa. Hægt er að finna 23 hvalategundir hér við land, 15 tannhvali og 18 skíðishvali en það eru til u.þ.b. 90 hvalategundir í heiminum. Ef maður fer í hvalaskoðun er algengast að sjá hrefnu. Það er hægt að kenna ýmsum hvalategundum ýmis trikk. Hvalir sjá mjög illa en þeir eru með mjög góða heyrn. Þegar tannhvalir synda í sjónum gefa þeir frá sér hljóð bylgjur og svo endurkastast þær aftur til þeirra svo þeir vita hvert þeir eru að fara og hvar fæðu er að finna. Margar hvalategundir geta gert margt mjög skemmtilegt t.d. hnúfubakurinn getur sungið í 1 1/2 klukkustund og búrhvalurinn getur verið í kafi í meira en klukkustund og getur kafað allt að 2000 metrum.
Bloggar | Breytt 23.5.2011 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 14:25
Eldfell
Í náttúru fræði átti ég að gera power point kynningu um eitt eldfjall sem ég átti að velja mér. Ég valdi mér Eldfell. Fyrst þá fékk ég blað sem var með fullt af römmum og blöð sem voru með upplýsingar. Við áttum að nota upplýsingarnar og skrifa svona glærur. Þegar að ég var búin að gera sirka 13-15 glærur átti ég að fara í tölvur inn á forrit sem heitir Power point. Þegar að ég var búin að skrifa allt inn á Power point fór ég á netið og fann myndir sem pössuðu við glærurnar mínar. Þegar að það var búið lagaði ég allar myndirnar og valdi svon útlit á glærurnar. Svo vistaði ég kynninguna á Slide share og setti hana svo á bloggsíðuna. Mér fannst þetta mjög gaman af því að það er alltaf svo gaman að gera svona Power point kynningar
Bloggar | Breytt 23.5.2011 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 15:58
Ritgerðin
Fyrst fengum við bók sem heitir Gásagáta sem við fengum viku til að lesa heima, Bókin er eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Svo fengum við aðra bók í skólanum sem heitir Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum, Hún er eftir Birgi Loftsson. Svo fengum við blað sem var með 13 spurningum sem við áttum að svara spurningunum á lítil blöð. Spurningarnar voru:
- 1. Hvernig voru íslensk höfuðból?
- 2. Hvernig voru híbýli manna? (húskostur og heimili)
- 3. Hvað borðaði fólkið?
- 4. Hvaða störf unnu konur?
- 5. Hvaða störf unnu karlar?
- 6. Hvað lærðu börnin?
- 7. Í hvernig fötum var fólkið?
- 8. Hvernig léku börnin sér?
- 9. Hvernig voru fötin á litin?
- 10. Hvað er vaðmál?
- 11. Hvernig ferðaðist fólkið?
- 12. Hvernig voru skipin?
- 13. Hver var inn- og útflutningur?
Við notuðum Gásagátu og Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum til að finna svörin. Þegar að við vorum búin að skrifa öll svörin niður á blöð áttum við að fara í tölvur og skrifa svörin í Word. Þegar að við vorum búin að gera öll svörin í word áttum við að finna einhverjar flottar myndir sem pössuðu við efni kaflanna. Þegar að við vorum búin að finna setja allar myndirnar inn þá áttum við að fara inn á box.net og búa til aðgang þegar að það var búið átti maður að setja heimildarritgerðina á bloggið og svo vorum við búin.
Hér er ritgerðin
Bloggar | Breytt 15.2.2011 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2011 | 12:56
Það mælti mín móðir
Fyrst þá áttum við að lesa ljóðið svo að við myndum kunna það. Egill Skallagrímsson samdi það. Eftir það áttum við að finna myndir inn á Google eða Flickr sem myndu passa við ljóðið. Þegar að við vorum búin að finna svona sirka 8-10 myndir áttum við að fara í forrit sem heitir Photo Story. Í Photo Story áttum við að að setja myndirnar inn og laga þær t.d. gera þær allar svart hvítar eða gera eitthvað annað. Eftir það áttum við að raða þeim í rétta röð. Þegar að við vorum búin að raða þeim í rétta röð áttum við að tala inn á myndband svo var myndbandið tilbúið.
Bloggar | Breytt 20.5.2011 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 11:50
Egluferð
Við fórum í ferð til Borgarnes og Reykholt 9. nóvember. Tilgangur ferðarinnar var að við myndum fara á staði sem tengjast ævi Egils Skallagrímsson og líka til að sjá hvar hann bjó. Þá ætluðum við að skoða Reykholt en þar bjó Snorri Sturluson sem skrifaði Egilssögu.
Fyrst fórum við á Landnámssetrið á sýningu. Þar voru tveir sama með tvö heyrnartól. Ég var með Melkorku. Í heyrnartólunum var kona sem talaði og sagði okkur sögu Egils. Eftir sýninguna fórum við að Brákarsundi þar sem Brák fóstra Egils stökk út í sjóinn þegar að Skalla-Grímur var að reyna að drepa hana. Eftir það fórum við að skoða haug Skalla-Gríms og sáum listaverk sem hafði verið gert af Skalla-Grími og Böðvari syni Egils en hann var líka heygður í sama haug. Svo fórum við að Borg á Mýrum þar sem Egill og fjölskyldan hans bjó og Snorri Sturluson.
Því næst keyrðum við í Reykholt. Þar fórum við í sal og fengum Trópí og samloku. Þegar að við vorum búin að borða kom séra Geir Waage og fór með okkur inn í kirkjuna og sagði okkur frá Snorra Sturlusyni. Svo fór hann með okkur út í eldri kirkju. Þar var svo gler á gólfinu á einum stað þar sem var gömul járnsmiðja. Þá sýndi hann okkur virkið sem Snorri Sturluson átti. Því næst sýndi hann okkur Snorralaug og þar var líka smá hluti af göngum sem við máttum kíkja inn í. Eftir það fórum við svo aftur upp í rútu og fórum heim.
Það sem mér fannst áhugaverðast var sýningin af því að hún var skemmtileg og svo var svo mikið af krípí dóti.
Bloggar | Breytt 20.5.2011 kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2010 | 09:02
Norðurlönd
Núna á haustönninni höfum við verið að vera að læra um norðurlöndin. Þegar að við vorum búin að læra um öll Norðurlöndin áttum við að velja eitt norðurland og skrifa um það ég valdi að skrifa um Svíþjóð af því að bróðir minn býr í Svíþjóð og ég hélt að það yrði gaman. Fyrst þá fengum við blað með 20 litlum kössum og þar áttum við að skrifa það sem við ætluðum að hafa í glærunum. Þegar við vorum búin að skrifa í kassana áttum við að fara í tölvur fyrst áttum við að gera forsíðuna og finna einhverja flotta mynd. Við gerðum glærurnar í Power Point. Við lærðum að setja inn myndir og setja inn bakgrunn. Mér fannst þetta ver mjög skemmtilegt og ég lærði að gera fullt inn á Power Point
Bloggar | Breytt 20.5.2011 kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)