Leyndarmál

 Leyndarmál er eftir rithöfundinn Jacqueline Wilson og Nick Sharratt myndskreytti.

 Bókin er um tvær stelpur sem heita Perla og Indía. Indía býr í mjög ríku hverfi og á mjög ríka foreldra, Mamma hennar er heimsfrægur fatahönnuður og pabbi hennar er lögfræðingur. Á sama tíma þurfti Perla að fara að heiman til ömmu sinnar af því að fósturpabbi hennar lamdi hana.

Einn daginn þegar Indía er að labba í gegnum Latimer hverfið hittir hún Perlu og þær verða bestu vinkonur.Allt í einu hringir fósturpabbi Perlu og segist ætla að koma að ná í hana og fara með hana heim. Þá ákveður Perla að fara heim til Indíu og fela sig uppi á háaloftinu heima hjá henni. Þar sem að Indía er mjög hrifin af Önnu Frank finnst henni þetta vera mjög spennandi en Perla er ekki jafn spennt fyrir þessu. Á endanum fer lögreglan að leita að henni og fyrr en varir eru komnar fullt af kjaftasögum að henni hafi verið rænt og hún drepin.

Mér fannst þessi bók mjög skemmtileg, sérstaklega af því að hún er skrifuð þannig að það er eins og að stelpurnar séu að skrifa í dagbók og líka af því að persónurnar í bókinni eru svo skemmtilegar. Bókin er einnig mjög spennandi af því að maður veit aldrei hvað gerist næst

Ég gef bókinni 5 stjörnur af 5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband