Reykir 2011

Happy14.-18. nóvember fór ég og árgangurinn minn á Reyki. Við lögðum á stað um 9 leytið. Þegar við vorum komin fórum við beint í hádegismat. Við vorum með Giljaskóla sem er á Akureyri. Ég og árgangurinn minn gistum í Grund. Strákarnir voru á efri hæðinni og stelpurnar á neðri.

Öllum var skipt í 3 hópa og fór hver hópur í hvert fag. Fyrsta daginn fór ég fyrst í íþróttir. Í íþróttum vorum við bara í leikjum, Við fórum í einn leik sem var eiginlega alveg eins og Doogeball nema til að frelsa þá sem voru dauðir þurfti maður að hitta með boltanum ofaní körfuna hjá hinu liðinu. Svo áttu allir að fara í sund eftir íþróttir.

Næsta dag fór ég og hópurinn minn á Byggðarsafnið. Þar áttum við að skoða safnið og síðan fórum við í leiki.  Einn leikurinn var þannig að maður átti að setjast á gólfið og lyfta hægri fótinum og fara með vinstri höndina undir hann og grípa í vinstra eyrað og svo setja hægri höndina aftan á buxurnar og reyna að standa upp. Síðan fengum við að smakka hákarl Sick

Síðan fór ég og hópurinn minn í náttúrufræði. Þar voru okkur skipt í hópa og var hver hópur með eina fötu og átti að fara niðrí fjöru og tína skeljar og voru margir með bláskeljar með kræklingi inn í. Síðan áttum við að fara með fötuna upp í stofu og þar voru við með smásjá og vorum að skoða hlutina sem að við höfðum tínt. Það sem að mér fannst áhugaverðast var hvað kræklingurinn var ógeðslegur í smásjáni.

Næsta dag fórum við svo aftur í íþróttir og þar vorum við eiginlega bara að gera það nákvæmlega sama Smile

Svo fórum við í Stöðvaleik. Þar var verið að tala um karl og konu sem voru hálshöggvin á Íslandi sem gerðist rétt hjá Reykjum og svo kom kennarinn með eftirlíkingu af öxinni sem var notuð til þess að drepa karlinn og konuna og þá fengum við að taka mynd af okkur með henni. Svo fór hann með okkur í stuttan göngutúr um svæðið. Það sem að mér fannst vera áhugaverðast var að fólkið sem átti að hálshöggva þurfti að bíða í 2 ár af því að það þurfti að sérsmíða öxina.

Svo á fimmtudeginum var seinasti tíminn. Þá fór ég í Undraheim auranna. Þar var sami kennarinn og kenndi okkur í náttúrufræði. Hann var að fræða okkur um lán og hvermnig kredidkort og debetkort virkuðu. Svo fengum við spil þar sem að átti að vera einn bankastjóri og allir byrjuðu með 10 þúsund og maður átti að draga spjald. Maður gat fengið spjald þar sem að maður átti að gera einhvern ákveðin hlut eins og t.d. að hlaupa hringin í kringum húsið eða hoppa í eina mínútu og þá fékk maður pening eða þar sem að maður átti að borga pening. Það sem að mér fannst áhugaverðast var hvað sumir voru heppnir á meðan aðrir voru ótrúlega óheppnir Grin

Mér fannst ótrúlega gaman og ég væri pottþétt til í að fara aftur! Þetta var án efa ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í með skólanum. Svo var líka ótrúlega gaman að kynnast öðrum krökkum og svo voru tímarnir líka skemmtilegir Happy

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband