Hvalir

Hvalir eru spendýr með heitu blóði, Karldýrið kallast tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur. Hvali er að finna um öll heimsins höf. Stærsti hvalurinn er steypireyður, hann getur orðið um 30 metrar á lengd en minnsti hvalurinn hér við land er hnísa. Hægt er að finna 23 hvalategundir hér við land, 15 tannhvali og 18 skíðishvali en það eru til u.þ.b. 90 hvalategundir í heiminum. Ef maður fer í hvalaskoðun er algengast að sjá hrefnu. Það er hægt að kenna ýmsum hvalategundum ýmis trikk. Hvalir sjá mjög illa en þeir eru með mjög góða heyrn. Þegar tannhvalir synda í sjónum gefa þeir frá sér hljóð bylgjur og svo endurkastast þær aftur til þeirra svo þeir vita hvert þeir eru að fara og hvar fæðu er að finna. Margar hvalategundir geta gert margt mjög skemmtilegt t.d. hnúfubakurinn getur sungið í 1 1/2 klukkustund og búrhvalurinn getur verið í kafi í meira en klukkustund og getur kafað allt að 2000 metrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband